Uploaded by Mikael Brune

MyFitnessPal Leiðbeiningar

advertisement
MyFitnessPal Leiðbeiningar,
næringargildi og næring í
kringum æfingar
Hvernig á að setja það upp
og byrja að nota það
Næringargildi
Hvað eru næringargildi?
Add a little bit of body text
Þegar Þú opnar MyFitnessPal þá er heimasíðan
svona.
Hægt er að breyta útliti á heimasíðunni, t.d. að efsti
hlutinn sýni næringargildi sem þú átt eftir, en fyrir
það þarf Premium. (reynum að forðast það).
Síðurnar sem við notum mest eru "Diary" og "More"
Í "more" flipanum þá er tvennt sem við notum mest.
Goals og Nutrition.
Undir goals sjáum við "Nutrition Goals"
Þar ætlum við að setja inn kaloríur sem eru reiknaðar
fyrir þig og finna rétt hlutföll svo þau passi við
næringargildin inni í æfingaappinu (Trainerize)
Breyta næringagildum
Inni í "Goals" Sjáum við "Nutrition Goals."
Þar ætlum við að smella á "Calorie, Carbs,
Protein and Fat Goals"
Það ætti að líta svona út.
Hérna smellum við á "Calories" og setjum inn
fjölda hitaeininga sem ég hef reiknað fyrir þig.
(það sést inni í Trainerize appinu)
Þegar fjöldi kkal er kominn inn, þá smellum við
á næringargildin og breytum prósentunni
þannig að næringargildin eru sirka þau sem
eru reiknuð fyrir þig í Trainerize appinu.
Þegar það er komið þá er hægt að byrja nota
appið og fylgjast með næringargildunum sem
þú borðar!
Dagbók / Diary
Þegar þú opnar "Diary" eða dagbókina þá er
þetta síðan sem tekur við þér.
Efst á síðunni sjáum við kaloríu markmið og
hversu mikið af kaloríum við eigum eftir af
deginum.
Þegar við bætum við mat þá koma inn
kaloríurnar sem við borðum undir "food"
Exercise telur kaloríur sem eru brenndar á
æfingum en við hunsum það. Það er gert ráð
fyrir því þegar reiknað er kaloríufjöldi og
næringargildi.
Við bætum við mat með því að smella á "add
food".
Við notum "search" barinn til að leita af mat
eða ef hann er með strikamerki þá er hægt að
smella á "Scan a Barcode" og skannað
strikamerkið á vörunni.
Máltíðir
Þegar við veljum vöruna sem við ætlum að
setja inn þarf að passa að skammtastærð og
grömm séu rétt.
Skammtastærð getur t.d. verið 100g og þú
setur inn hversu mörg grömm þú borðaðir.
T.d. ef þú borðaðir 300 grömm seturu inn 3
servings
Hægt er að breyta serving size úr 100g í 1g eða
setja únsur (oz) eða millilítra (ml) í staðinn
Allskonar möguleikar í boði.
Mikilvægt er að vigta matinn sem er borðaður
til þess að setja allt inn eins nákvæmlega og
hægt er.
Þú sérð einnig kaloríur og næringargildi fyrir
hvern einasta hlut og það hjálpar til að vera
meðvitaður um hvað er verið að borða
Að Búa Til Máltíðir
Hægt er að búa til samsetta máltíð í appinu.
Ef þú færð þér til dæmis á hverjum degi:
1 Beygla
10g smjör
20g ostur
200g Skyr
100g Bláber
Þá er hægt að búa til máltíð sem heitir:
Skyr og beygla.
Þá þarftu ekki að setja inn alla hlutina eina og
sér í hvert skipti sem þú færð þér máltíðina. Þá
ýtiru bara á einn takka og hún er kominn á
örstundu. Þægilegt!
Til þess að búa til máltíð er farið í "Add Food" í
dagbókinni ýtt á "My Meals" undir leitarslóðinni
og svo "Create a Meal"
Þar er sett inn nafn máltíðar,
Dæmi:
Kjúklingapasta penne m/ pestó
Allt innihaldið er svo vigtað og sett í máltíðina
undir "Add items to this meals"
Einnig er hægt að búa til leiðbeiningar hvernig
máltíðin er gerð ef þú vilt að máltíðin sé
"public" annars er hægt að sleppa því bara.
Búa til uppskrift
Það er einnig hægt að búa til uppskriftir.
Uppskriftir eru öðruvísi heldur en föst máltíð.
Segjum að þú býrð til próteinkökur, brownies,
Rice Krispie nammi og fleira. Þá seturu allt inn í
uppskriftina sem er notað.
Deilir því svo með fjölda skammta sem
uppskriftinni er deilt í, segjum að þú búir til
köku og hún endar sem 6 sneiðar þá segiru 6
servings, og þá veistu allar kaloríur og
næringargildi í hverri einustu sneið.
Ef þú ert t.d. með 2kg af pasta rétti fyrir framan
þig en ert með allar upplýsingar af því sem er í
uppskriftinni, þá seturu þær inn, notar svo
þessa jöfn: 2000 / 20 = 100. Þannig veistu alltaf
næringargildi fyrir hver 100g sem þú borðar
Til þess að búa til uppskrift ferðu í:
1. Add Food
2. My Recipes
3. Create a Recipe
4. Setur allar upplýsingar inn
5. Voila!
Næringarupplýsingar
Til að sjá hversu mörg næringargildi eru komin
eftir hvern dag, eða bara á meðan deginum
stendur er hægt að fara í "More" og svo
"Nutrition." Það er einnig hægt að finna
"Nutrition" neðst í dagbókinni eða komast í
þennan dálk með því að smella á kaloríurnar
sem eru efst í dagbókinni.
Svona lítur tómur dagur út. Ég mæli með að
skoða þetta eftir að hver máltíð hefur verið sett
inn svo þú vitir hvað þú eigir mikið eftir af
næringargildum fyrir daginn - það auðveldar að
plana restina af deginum.
Þegar dagurinn er búinn þá er hægt að sjá
hvað maður borðaði mikið af hverju. Það sem
við ætlum að pæla í eru grömmin sem við
borðum en ekki prósentan. Það er vegna þess
að prósentan er ekki eins nákvæmur
mælikvarði og grömmin og er breytileg eftir
hversu mikið magn af kkal við borðum.
Þetta kemur svo allt inn í Trainerize appið líka
ef búið er að synca það við og þá get ég séð
allar upplýsingar þar.
Download