Uploaded by Ársól Birgisdóttir

sóv próf 2019

advertisement
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI
SÓV0108 – Sýkla-, ónæmis- og veirufræði
Haustpróf 2019
Heilbrigðisvísindasvið
Hjúkrunarfræðideild
4. desember 2019
kl. 14:00 – 18:00
Hjálpargögn: Engin
Fylgigögn: Svarsblað fyrir krossaspurningar
Prófið er í þremur hlutum; I - krossaspurningar úr öllu kennsluefni, II spurningar úr sýklafræði og ónæmisfræði, III – spurningar úr veirufræði.
Merkið öll svarsblöð með nafni og kennitölu
Prófið gildir 70% af námsmati fyrir áfangann.
Kennari:
Eva Charlotte Halapi, sími 891 8777
Auður Sigurbjörnsdóttir, sími 659 0519
Sunna Helgadóttir, sími 865 5638
I.
Hér koma 50 fjölvalsspurningar úr ónæmisfræðinni, sýklafræðinni og
veirufræðinni, svarið á sérblaði fyrir krossaspurninga. Skrifið nafn,
kennitaölu, námskeið og dagsetningu á sérblaðinu. Hver spurning gildir
1%. Einn réttur svarmöguleiki. Ekki er dregið frá fyrir rangt svar.
Úr ónæmisfræðinni:
1. Hvað er ekki rétt varðandi meðfætt ónæmissvar?
a)
er hraðvirkt
b)
er bara að finna hjá hryggdýrum (vertebraes)
c)
er samansett af bæði frumubundnu og vessabundnum þáttum
d)
virkjar og stýrir ennig áunnu ónæmissvarifinnst
2. Hvað er ekki rétt varðandi Pattern recognising receptors (PRRs),
Pathogen associated molecular patterns (PAMPs) og Danger associated
molecular patterns (DAMPs)?
a)
PRR eru viðtakar á ónæmisfrumum sem þekkja hættumerki í sambandi
við örveruáras
b)
PAMP eru prótín á yfirborði sýktrar frumu
c)
DAMPs eru tengd svokallaðari sterile inflammation, og gegna
lykilhlutverki í kransæða-, gigtar og Alzheimer-sjúkdómum
d)
Virkjun PRR leiður til framleiðslu boðefna, bólgusvar og agnát
3. Hvað er rétt varðandi átfrumur?
a)
Aðalleiðin sem átfrumur nota til að drepa sýkla er að framkalla stýrðann
frumudauða (apotosis)
b)
Daufkyrningar (neutrophiles), helstu sýklabanarnir í likamanum okkar,
eru staðbundnir í vefjum og lifa u.þ.b. 5 víkur
c)
Hlutverk átfruma er að útrýma sýklum og hreinsa líkamann af dauðum
frumum og rusli
d)
Helstu átfrumur eru griplu/angafrumur ( Dendritic cells), stórætur
(macrophages) og B frumur (B cells)
2
4. IgE mótefni ......
a)
eru yfirleitt tvær tengdar grunneiningar
b)
er algengasta Ig-isotýpan í blóði
c)
er ástæða viðbragða/afleiðinga í ofnæmi og astma
d)
fer yfir fylgju í fóstur
5. IgA motefni.....
a)
eru yfirleitt samansett úr fimm tengdum grunneiningum
b)
oft kallað: “gamma-globulin”
c)
er mjög skilvirkt við að ræsa magnakerfið (complement system)
d)
finnst í miklu magni í slímhúð og einnig í munnvatni, svita, tárum og
brjóstamjólk
6. Hvað er ekki rétt varðandi sýnisfrumur (antigen presenting cells)?
a)
hlutverk sýnifruma er að virkja T-dráps og T-hjálpar frumur með því að
framreiða peptíð-búta af mótefnavaka á MHC sameindum
b)
dæmi um sýnifrumur eru griplu/angafrumur (dendritic cells), virkjaðar
stórátfrumur (macrophages) og virkjaðar B-frumur
c)
sýnifrumur þarf tjá bæði MHC-II sameindir og örvandi (co-stimulatory)
sameindir, eins og CD80/CD86, til að geta virkjað T frumur
d)
u.þ.b. 70% af öllum hvitfrumum (leukocytes) í blóðinu eru sýnifrumur
7. T stjórnar/stýrifrumur (regulatory T cells -TREGs)....
a)
Eru helstu drápsfrumur ónæmiskerfisins
b)
Sérhæfast í effector frumur eftir að hafa farið í gengum sækniþroskun
c)
Seyta cýtokínum sem hamla getu sýnifruma að virkja T-hjálpar frumur,
hægir á fjölgun T fruma og lækkar drápstíðni T fruma
d)
Eru mjög öflugar átfrumur
3
8. Hvaða tegund of ofnæmissvar (Hypersensitivity reaction) sést of við
sýking með berkla (Mycobacterium Tubercolosis)?
a)
ofnæmi týpa I
b)
ofnæmi týpa II
c)
ofnæmi týpa III
d)
ofnæmi týpa IV
9. Hvað er ekki rétt varðandi myndun og þroskun B fruma?
a)
myndast í beinmerg
b)
B frumum sem tjá viðtaka með sérhæfni gegn sjálfssameindum er eytt í
beinmerg, þetta kallast neikvætt val (negative selection)
c)
CD4+ B frumur eru hjálparfrumur
d)
Flokkaskipti mótefna fer fram með að endurraða genum í BCR. Með
flokkaskiptum breytist ekki sérhæfni fyrir ónæmisvaka en eðlisfræðilegir
eiginleika mótefna geta breyst
10.Vessabundið áunnið ónæmisvar er miðlað með mótefni seytt af______ og
er tengt eyðileggingu af ________sýklum. Frumubundið áunnið ónæmisvar
er miðlað af ________ og er tengt eyðileggingu af _______sýklum
a)
T frumur; utanfrumu; B frumur; innanfrumu
b)
T frumur; innanfrumu; B frumur; utanfrumu
c)
B frumur; utanfrumu; T frumur; innanfrumu
d)
B frumur; innanfrumu-; T frumur; utanfrumu
4
11.Hvað er ekki rétt varðandi bólusetningar?
a)
Bólusetningin dregur úr alvarlegum fylgikvillum sýkingarinnar og lækkar
dánartíðni
b)
Gjöf margra bóluefna á sama tíma veldur of miklu álagi á ónæmiskerfið
og eykur líkur á alvarlegum aukaverkunum
c)
Flestar bólusetningar veita um og yfir 90% vernd ef bóluefnið er gefið
eins og til er ætlast .
d)
Ef bólusetning í þjóðfélaginu er almenn (meira en 85% þátttaka) næst í
mörgum tilvikum að útrýma bakteríunni eða veirunni sem veldur
sjúkdómnum, og þeir sem ekki fá fulla vernd af bólusetningunni eða eru
óbólusettir sýkjast ekki. Þetta nefnist hjarðónæmi
12.Hvað er ekki rétt varðandi ónæmissvar við krabbamein?
a)
Óbein sönnun fyrir ónæmissvörun gegn krabbameini er aukin tíðni
krabbameins í sjúklingum með ónæmisbilun og hjá þeim sem taka
ónæmisbælandi lyf
b)
Komplementprótín og T stýrifrumur gegna mikilvægu hlutverki við að
utrýma krabbameinsfrumum
c)
Ónæmiskerfið getur borið kennsl á eðlilegar genaafurðir sem hefur verið
stökkbreytt („altered self“) eða eru með óviðeigandi tjáningu
d)
Í mörgum tegundum krabbameina á sér stað öflug ónæmisbæling sem
grípur inn í krabbameinssvörun. Í dag er hægt að aflétta ónæmisbælingu
í æxlinu og virkja and-æxlis ónæmisviðbrögð með ónæmismeðferð
(immunotherapy)
5
Úr sýklafræðinni:
13.Hvert eftirfarandi er ekki til hjá dreifkjörnungum?
a)
Kjarnasvæði (Nucleoid)
b)
Glycocalyx
c)
Bifhár (Cilia)
d)
Hringlaga DNA sameind (plasmíð)
e)
Umfrymi (Cytoplasm)
14.Hvað gerir „autoclave“ tækni mögulegt að ná hærra hitastigi en í sjóðandi
vatni?
a)
Með því að minnka vökvamagn
b)
Með því að auka þrýstinginn
c)
Með því að auka hvarftíma
d)
Autoclaves geta ekki náð hærra hitastigi en sjóðandi vatn
e)
Svör a og c fyrir ofan eru rétt
15.Hvað kallast aðferðin þar sem hiti er notaður til að eyðileggja sýkla og
fækka örverum sem skemma mat og drykk?
a)
Sótthreinsun
b)
Gerilsneyðing
c)
Dauðhreinsun
d)
Afmengun
e)
Autoclavering
16.Hvaða frumuhluti er ákvarðandi fyrir flokkun Gram jákvæðra eða Gram
neikvæðra baktería?
a)
Svipa (Flagella)
b)
Frumuveggur
c)
Bifhár (Cilia)
d)
Glycocalyx
e)
Dvalargró (Endospores)
6
17.Hver af eftirfarandi staðhæfinga er ekki rétt ?
a)
Basapörin Adenín-Týmin (A-T) og Gúanín-Cýtosín (G-C) mynda
mótsvörun (complementarity) hinna tveggja þátta og efnafræðilega
stöðugleika á helixins
b)
DNA og RNA er tvíþátta
c)
Afritun/eftirmyndun (replication) DNA er ferli sem lifandi frumur nota til
að tvöfalda erfðaefni sitt fyrir frumuskiptingu
d)
Þyðing (translation) er ferli þar sem ríbósóm nota erfðaupplýsingar úr
kirnisröðum í mRNA til að mynda prótín
e)
Svör a og c fyrir ofan er rétt
18.Hvað er rétt varðandi lyfjavirkni
a)
Lyf sem hamla nýmyndun prótína trufla starfsemi hvatbera
b)
β-lactamase hamla nýmyndum frumuveggs
c)
Sulfa er dæmi um lyf sem hamlar efnaskiptum í bakteríum
d)
β-lactam lyf koma í veg fyrir nýmyndun peptíðóglýkans. Virka aðeins á
frumur í vexti
e)
Svör c og d eru rétt
19.Hver eftirfarandi staðhæfinga er ekki rétt?
a)
Fúkkalyf (antibiotic) eru sýklalyf mynduð af örveru með verkun gegn
öðrum örverum
b)
Myglað brauð, mold eða plöntur er dæmi um úrræði sem hefur verið lýst
til að meðhöndla sýkingar áður en sýklalyf voru aðgengileg
c)
Paul Erlich kannaði mörg efnasamband til að finna „Magic Bullets“, efni
sem mundi drepa bakteríur en hafa ekki áhrif á likamsfrumur. Hann
uppgötvaði m.a. Salvarsan (arsenik sambönd) sem hafa verið notuð til að
meðhöndla sárasótt (syphilis)
d)
Alexander Fleming uppgötvaði að penisillín úr sveppategund hafði
hamlandi áhrif á vöxt baktería
e)
Flest sýklalýf eru virk gegnun sýkingum av völdum heilkjörnunga
7
20.Hver eftirfarandi staðhæfinga er ekki rétt?
a)
Lágmarksheftistyrkur (Minimum inhibitory concentration test) er lægsti
styrkur sýklalyfs sem kemur í veg fyrir sýnilegan vöxt baktería
b)
Fjölónæmir sýklar eru ónæmir fyrir a.m.k. þremur sýklalyfjum
c)
Aukaverkanir við sýklalyfjagjöf ná m.a. yfir eitrunaráhrif (í nýrum, lifur,
eða taugum), ofnæmisviðbrögð og röskun á eðlilegri microbiota
d)
Skífupróf (Kirby-bauer test) er dæmi um næmispróf sýklalyfs gegn fleiri
tegundum af bakteríum á sama tíma
e)
Lækningalegur stuðull (Therapeutic index) er hlutfallið milli lyfjaskammts
sem maður þolir og lyfjaskammti sem virka
21.Hvað er rétt varðandi sýklalyfjaónæmi (antimicrobial resistance)?
a)
Sýklalyfjaónæmi sést einungis hjá Gram-jákvæðum bakteríum
b)
Sýklalyfjaónæmi er ekki algengt vandamál
c)
Bakteríur eru yfirleitt ónæmar fyrir einungis einni tegund sýklalyfja
d)
Bakteríur geta búið yfir fjölónæmi, þ.e. ónæmi gegn mörgum tegundum
sýklalyfja
e)
Svör a og c fyrir ofan eru rétt
22.Dæmi um G+C snauðar (low G+C) Gram-jákvæðar bakteríur eru t.d. í
Clostridia ættkvísl. Hvað er ekki rétt varðandi Clostridia?
a)
Formið er staflaga
b)
Þær geta framleitt toxins sem valda sjúkdómum hjá mönnum
c)
Þær hafa hærra en 50% G+C hlutfall í 16s RNA geninu
d)
Þær geta myndað dvalargró
e)
Þær eru loftfirrðar (obligate anaerobes)
8
23.Flestir dreifkjörnungar hafa aldrei verið einangraðir og ræktaðir og eru
einungis þekktir á grundvelli DNA raðgreiningar á ......
a)
Gen sem kóða fyrir peptíðoglykan í frumuveggnum (NAM)
b)
Gen sem kóðar fyrir ensími í folínusýru efnaferlinu (PABA)
c)
Gen sem kóðar fyrir R-plasmíði
d)
Gen sem kóðar fyrir histone (H5)
e)
Gen sem kóðar fyrir undireiningu ribósoma (16S RNA)
24.Hvað er rétt varðandi tækifærisýkla?
a)
Tækifærisýkill smitast yfirleitt með snertismiti
b)
Breytingar í microbiota,(t.d við lyfjameðferð, stressi eða breytingar í
hormónamagni) eða ef örverur komast á staði í líkamanum þar sem þær
venjulega finnast ekki gefur tækifærisýklum möguleika að valda sýkingu
c)
Flestir tækifærisýklar mynda dvalargró
d)
Flestir tækifærisýklar þurfa meðhöndlun með breiðvirku sýklalyfi
e)
Svör a og d fyrir ofan eru rétt
25.Hvað er rétt varðandi Staphylococcus bakteríuna?
a)
Gram-neikvæður kúlugerill, algengur í ristli án þess að valda sýkingu
b)
Dvalagró Staphylococcus hafa verið notuð í sýklahernaði og
hryðjuverkastarfsemi
c)
Staphylococcus getur valdið matareitrun sem stafar af losun
enterotoxíns í mat sem t.d. hefur verið geymdur við stofuhita í margar
klst.
d)
Langflestir Staphylococcar eru næmir fyrir penisillíni
e)
Svör c og d fyrir ofan eru rétt
9
26.Hvað er rétt varðandi Haemophilus influenzae b?
a)
Veldur aðallega lungnasjúkdómi hjá eldra fólki
b)
Smitast með biti eða klóri katta
c)
Bólusetning gefur góða vörn
d)
Bakterían er hluti af örveruflóru (microbiota) í ristli
e)
Svör b og d fyrir ofan eru rétt
27.Hver eftirfarandi örvera er ekki tengd sjúkdómum í öndunarvegi?
a)
Clostridium perfringens
b)
Cornynebacterium diphteriae
c)
Mycoplasma pneumoniae
d)
Pneumnocystis jiroveci
e)
Streptococcus pneumonia
Í fréttunum var varað við Listeria monocytogenes menguðum reyktum silung í
búðum. Hvað er rétt varðandi Listeria monocytogenes?
a)
b)
c)
d)
e)
Smitast yfirleitt með úðasmiti
Sýkja og lifa inni í taugafrumu. Getur fjölgað sér við kælingu.
Mjög smáar bakteríur sem vantar frumuvegg
Sýkja sjaldan heilbrigðar fullorðnar, en þungaðar konur og ónæmisbældir
einstaklingar eru sérstakir áhættuhópar fyrir L. monocytogenes sýkingu
Við ræktun baktería á agarplötum myndast sérkennilegar kólóníur sem
lita út eins og „steikt egg“
28.Hvaða baktería veldur m.a. matareitrun og mismunandi húðsjúkdómum
eins og kossageit (impetigo) og vogris (stye)?
a)
Streptococcus pyogenes
b)
Bacillus antracis
c)
Neisseria meningitis
d)
Staphylococcus aureus
e)
Klebsiella pneumoniae
10
29.Hvaða bakteríu er hér lýst:
Gram-neikvæð staflaga baktería sem finnst víða, m.a. í jarðvegi, rotnandi úrgangi,
sundlaugum og heitum pottum. Bakterían er jafnan talin vera tækifærissýkill en getur
valdið sýkingum í þvagfærum, eyrum og augum. Jafnframt getur hún myndað örveruþekju
(biofilm) í lungum sjúklinga með slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis). Fjölmargir virulence
þættir, s.s. ensím, exotoxín og myndun pyocyanin stuðlar að meingerðum bakteríunnar.
Bakterían er oft fjölónæm fyrir sýklalyfjum og getur meðhöndlun því verið mjög erfið.
a)
b)
c)
d)
e)
Staphylococcus aureus
Mycobacterium Avium-intracellulare
Escherichia coli
Streptococcus viridans
Pseudomonas aeruginosa
30.Hvaða baktería veldur m.a. matareitrun og mismunandi húðsjúkdómum
eins og kossageit (impetigo) og vogris (stye)?
a)
Streptococcus pyogenes
b)
Bacillus antracis
c)
Neisseria meningitis
d)
Staphylococcus aureus
e)
Klebsiella pneumoniae
31.Hvað er ekki rétt varðandi Chlamydia trachomatis?
a)
Hefur ekki frumuvegg, mjög smá, lifir innanfrumu og þarf ATP frá hýsli
b)
Getur valdið sýkingu í kynfærum (klamydía) eða augum (trachoma)
c)
Klamydía er skráningaskyldur sjúkdómur og meðhöndlast með pensillíni
d)
Um 2000 Íslendingar greinast árlega með klamydíu
e)
Um 500 milljón börn eru talin vera með trachoma
32.Hvað eiga Salmonella og Shigella sameiginlegt?
a)
Þær eru Gram neikvæðar Enterobacteriacea
b)
Smitast með úðasmiti
c)
Geta valdið sýkingum í hjarta- og æðakerfi
d)
Finnast í meltingavegi fugla, skriðdýra og spendýra
e)
Fáar bakteríur (10-100) þarf til að valda sjúkdómi
11
33.Langflestir sveppir (>100.000 tegundir þekktar) valda ekki sjúkdómum hjá
mönnum en talið er að um 200 sveppategundir valdi mismunandi
sjúkdómum. Hvaða staðhæfing varðandi sveppasýkingar (mycoses) er
ekki rétt?
a)
Fjórar sveppategundir eru taldar geta sýkt heilbrigðan mann, en flestar
sjúkdómsvaldandi sveppategundir eru tækifærissýklar
b)
Sveppasýking smitast með snertismiti
c)
Skurðaðgerðir, ónæmisbælandi meðferðir og ýmsir sjúkdómar geta gert
einstaklinga móttækilegri fyrir tækifærissjúkdómsvaldandi sveppum
d)
Candida, Aspergillus og Cryptococcus eru sveppir sem eru taldir vera
tækifærissýklar
e)
Algengt er að meðhöndla sveppasýkingar með anti-ergosterol lyfjum
34.Hverjar eru helstu smitleiðir fyrir sýkingar af völdum Trypanozoma cruzi,
Trypanosoma brucei og Plasmodium?
a)
Fecal-oral
b)
Snertismit
c)
Liðdýrasmit
d)
Samfarir
e)
Svör b og d að ofan eru rétt
35.Hvað er ekki rétt varðandi frumdýr?
a)
Frumdýr eru heilkjörnungar, einfrumungar og skortir frumuvegg
b)
Frumdýr þrifast í rökt umhverfi s.s. í rökum jarðvegi, tjörnum,
straumvötnum, vötnum og höfum
c)
Við óhagstæð umhverfisskilyrði geta frumdýr myndað um sig þolhjúp
(cyst)
d)
Nánast öll frumdýr geta valdið sýkingu í dýrum eða mönnum
e)
Flokkun frumdýr ídag byggist á 18S rRNA röðum
12
Úr veirufræðinni:
36. Veirusjúkdómi er lýst svo. Helstu einkenni eru hiti, bólga í
munnvatnskirtlum öðrum eða báðum megin. Fylgikvillar geta m.a. verið
heilahimnubólga og eistnabólga hjá karlmönnum. Um þriðjungur sýkinga
er einkennalaus. Hvaða veirusjúkdóm er hér líklegast um að?
a)
Cytomegalo
b)
EB veirusýkingu
c)
Parvoveiru B19
d)
Hettusótt
e)
Mislinga
37.Hvað af þessu á EKKI við um Enteroveirur?
a)
Smitast með úðasmiti, slími eða saur
b)
Polioveira (mænusóttarveira) er ein af enteroveirunum
c)
Fjölga sér í meltingavegi
d)
Hefur kjörhitastig 33°C
e)
Getur valdið alvarlegum miðtaugasýkingum
38.Hvað af þessu á EKKI við um HIV veiru?
a)
DNA erfðamengi veirunnar er umritað í RNA og bætt inn í RNA hýsilsins
b)
Fjölgar sér í eitilfrumum
c)
Tækifærissýkingar af völdum annara veira, baktería og sveppa er
algengur fylgikvilli sjúkdómsins af völdum HIV veiru
d)
Er retroveira
e)
Langur meðgöngutími áður en eyðni (AIDS) stiginu er náð
13
39.Hvað af þessu á við um papillomaveirur?
a)
Berast flestar með moskítóflugum
b)
Týpur 40 og 41 eru helst tengdar við magakveisur á meðan aðrar týpur
eru tengdar krabbameinum
c)
Bóluefni ver gegn öllum stofnum papillomaveira
d)
Sýkist með beinni eða óbeinni snertingu sýktri frumu
e)
Margflata RNA veirur með hjúp
40.Bólusótt hefur verið útrýmt og því verki var talið lokið 1980. Hvert
eftirtalinna atriða stuðlaði mest að útrýmingunni?
a)
Bólusetning
b)
Betri skólpkerfi
c)
Aukin almenn þekking á sjúkdómnum og smitleiðum
d)
Lyfið zoboferonin sem kom í veg fyrir bólumyndun
e)
Aukin notkun moskítóflugnanet
41.Fækkun á hvaða frumutegund veldur einkennum HIV sýkingar?
a)
Rauðum blóðkornum
b)
Stórátfrumum
c)
Blóðflögur
d)
Taugafrumum
e)
T4 hjálparfrumum
42.Hver eftirfarandi staðhæfinga um veirubyggingu er Röng?
a)
Sumar veirur hafa hjúp
b)
Veirur með flókna byggingu hafa gormlaga einþátta RNA erfðaefni en
hnattlaga hjúp
c)
Hjúpur veira inniheldur veiru prótein
d)
Veiruhylkið er gert úr próteinum en erfðaefnið getur verið hvort sem er
RNA eða DNA
e)
Veirur geta verið margflata (tuttuguflata), gormlaga eða með flókna
byggingu
14
43.Tvítug stúlka kemur á bráðamóttöku á Þorláksmessu með 40 stiga hita,
höfuðverk, beinverki og hósta. Hver eftirtalinna veira er líklegust til að
valda sýkingunni.
a)
Cytomegaloveira
b)
Enteróveira
c)
RS veira
d)
Parainfluensa 1
e)
Influensa A
44.Lyfið tamiflu gegn inflúensu hindrar:
a)
Innbrot veirunnar í hýsilfrumu
b)
Losun veirunnar frá hýsilfrumu og dreifingu hennar í vefjum
c)
Samsetningu veiruhylkisins
d)
Eftirmyndun erfðaefnis veirunnar
e)
Tengsl veirunnar við hýsilfrumu
45.Ófrísk kona (gengin 34 vikur) kemst í snertingu við barn með hlaupabólu.
Hún man ekki eftir því að hafa fengið hlaupabólu og foreldrar hennar eru
ekki á lífi. Hvaða aðferð er best til að kanna hvort hún hafi fengið
hlaupabólu?
a)
Gram litun á blóðsýni
b)
Mótefnagreining fyrir Varicella Zoster IgG í blóði
c)
Veiruræktun á öndunarfærasýni
d)
Kjarnsýrumögnun (PCR) á öndunarfærasýni
e)
Flúrskinslitun á húðfrumum
46.Gegn hverri af eftirtöldum veirum virkar veirulyfið acyclovir (zovir) ?
a)
RS veiru
b)
BK veiru
c)
Hepatitis A
d)
Influensu A
e)
Herpes simplex
15
47.Hvað að eftirtöldu er lýsing á Adenoveirusýkingu?
a)
Algeng ástæða bæði öndunarfærasýkinga og magakveiru í börnum
b)
Veldur útbrotum/bólum á húð og smitast með vessum úr þeim
c)
Olli stórum faröldrum fyrr á tímum, þar sem lamanir voru algengur
fylgikvilli, en með auknu hreinlæti hefur veirunni verið útrýmt á
vesturlöndum
d)
Smitast með kynmökum og veldur sýkingu í lifur
e)
Fjölgar sér í T4 hjálparfrumum
48.Hvað eftirfarandi á við um polyomaveirur?
a)
BK veldur fósturskemmdum á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu
b)
Algengasta form fyrstu sýkingar af JC veiru er augnsýking
c)
Bæði JC og BK valda sýkingum í heila hjá ónæmisbældum
d)
BK veldur nýrnaskemmdum hjá ónæmisbældum einstaklingum
e)
Bæði JC og BK veirur leggjast í dvala í lifrarfrumum
49.Hvaða veiru er lýst: Smitast með saur-munn leið og gengur oft í stórum
faröldrum inn á stofnunum og skemmtiferðaskipum. Allir aldurshópar fá
einkenni. Engin lyf eða bóluefni til gegn veirunni:
a)
Rotaveira
b)
Enteróveira
c)
Adenóveira
d)
Noro veira
e)
Lifrarbólga A veira
50.Af hverju eru Rota veirur hættulegar?
a)
Getur drepið taugafrumur og valdið lömunum eða dauða
b)
Drepur frumur í þarmatottum sem leiðir til ójafnvægis í saltbúskap sem
veldur þornun
c)
Sýkir hvítblóðkorn og veldur ónæmisbælingu
d)
Veldur sýkingu í neðri öndunarvegi sem leiðir til lágrar súrefnismettunar
e)
Valda lifrarbólgu sem getur þróast í lifrarkrabbamein
16
II. Spurningar úr ónæmis- og sýklafræði
51. Lýstu stuttlega mun á milli a) T hjálparfruma, T stjórnar/styrifruma og T
drápsfruma b) B-fruma og plasma fruma. (3%)
52. Berðu saman MHC klass I og klass II sameindir varðandi uppbyggingu og
hvernig þeir framreiða mótefna/ónæmisvaka (antigens) (4%)
53. Útskýrðu stuttlega muninn á milli sjálfofnæmissjúkdóm og
ónæmisbrestsjúkdóm og gefðu dæmi um hvoru tveggja (2%)
54. Lýstu hvað er bólgusvar, nefndu helstu sameindir og frumugerðir (4%)
55. Lýstu stuttlega framlagi í sýkingarforvörnum a) Ignaz Philippe Semmelweis
b) Joseph Lister c) Edward Jenner (3%)
56. Af hverju er fjöldi lyfja sem virka á veirur takmarkaður (í samanburði við
fjölda lyfja sem virka á bakteríur)? Nefndu tveir ástæður. (2%)
57. Fyrir eftirfarandi sýkingar, hver er geymsluhýsill eða hvað geymir sýkil
(Source/Reservoir for Infectious Agents) ?(3%)
a) hundaæði, miltisbrandur, Borrelíósa (Lyme sjúkdómur)
b) berklar, sarasótt, kikhósti
c) bótúlíneitrun, stífkrampi
58. Toxín er ein helstu orsak meinvirkni baktería. Lýsið stuttlega muninum á
milli endotoxína og exotoxína. Gefið dæmi um a.m.k. eina bakteríu sem
myndar endotoxín og eina bakteríu sem myndar exotoxín. (3%)
59. Staphylococcus aureus er talin vera talsvert meinvirkari en Staphylococcus
epidemis, hver er helsti munurinn á milli þessa tveggja baktería? (2%)
17
60. Nefndu fjórar bakteríur sem geta valdið lungnabólgu (2%)
61. Skrifið um Helicobacter pyloris: Lýsið eiginleikum þessarar bakteríu (s.s
formgerð, "virulence" þáttum og smitleið). Lýsið stuttlega helstu
sjúkdómum sem bakterían veldur. Nefnið helstu atriði í sambandi við
greiningu og forvörn (5%)
62. Skrifaðu um Escherichia coli: Lýstu eiginleikum þessarar bakteríu (s.s.
formgerð, virulence þáttum og smitleið). Lýstu stuttlega helstu sjúkdómum
sem bakterían veldur. Nefnið helstu atriði í sambandi við greiningu og
forvörn. Tilgreindu hvaða undirtegund er skæðust og nefndu dæmi um
a.m.k. tvo faraldra þar sem rekja má smit til þeirrar tegundar (5%)
III. Spurningar úr veirufræði
63. Nefnið tvær veirur sem eru hættulegar fóstrum og hvort þær séu RNA eða
DNA veirur (2%)
64. Rota veirur, hvaða einkenni og hverjir eru áhættuhóparnir (2%)
65. Nefnið fjórar tegundir af adeonoveirusýkinga (2%)
66. Nefnið tvær óskyldar veirur sem valda heilabólgum og hvort þær séu RNA
eða DNA veirur (2%)
67. Nefnið tvær veirur sem smitast með moskítóbiti og hvort það eru til
bóluefni gegn þeim (2%)
18
Download