Uploaded by MusicJournal Sigurðsson

Fræðileg skrif - Eigindleg rannsókn

advertisement
Gauti & Sindri
11/10/2022
VIÐS3lv05
Eigindleg rannsókn á Íslenskum pókerspilurum
Fjárhættuspil hafa fylgt manninum í gegnum árin og eru þau núna orðin að risastórum
iðnaði sem að veltir milljörðum. Fólk bæði tapar og hagnast á fjárhættuspilum og eru
sumir sem að gera þetta að atvinnu sinni. Það er hægt að segja með vissu að
fjárhættuspil snerta líf margra daglega sama hvort það sé á vondan eða góðan hátt.
Vegna þessara daglegra tengingu sem maðurinn hefur við fjárhættuspil er mikilvægt að
rannsaka þessa tengingu og fíknina sem fylgir. Rannsóknar spurningar voru eftirfarandi:
“1. Hverjar eru hugmyndir pókerspilara um félagslegt viðmót gagnvart
fjárhættuspilum?
2. Hverjar eru hugmyndir pókerspilara um spilafíkn og tengingu spilafíknar við
póker?”
Fræðileg skrif rannsóknarinnar eru frávik, fíkn, Menning, virknikenning, átakakenningar,
sjúkdómavæðing og táknræn samskipti.
Frávik eru athafnir eða hegðanir sem brjóta á þeim almennt viðurkenndu
hegðunarmynstrum sem eru að finna í hverju samfélagi og menningu fyrir sig.
Það vantar greinagóða skilgreiningu á því hvað fíkn er og er spilafíkn og
eiturlyfjafíkn ekki það sama. Eins og kom fram hér að ofan er spilafíkn oft ekki skilgreind
sem fíkn heldur hegðunarröskun og þar af leiðandi eiga sömu skilgreiningar ekki við. Í
grunninn mætti segja að fíkn getur verið líkamleg eða sálfræðileg.
Menning útskýrir oft af hverju manneskjan gerir hluti og hagar sér eins og hún
gerir.
Virknikenningar (e. functional structuralism) er kenningarhyggja innan félagsfræðinnar
þar sem samfélag manna er skoðað í heild sinni og reynt er að samþætta hvernig hinir
ýmsu hlutir innan þeirra virka saman til að mynda eina ,,lífræna‘‘ heild.
Átakakenningar (e. conflict theory) fjalla um samfélagið sem eitthvað óstöðugt,
sem tekur sífellt breytingum vegna innbyrðis átaka mismunandi stétta og hópa innan
þess.
Sjúkdómavæðing (e. medicalization) er þegar glæpir, frávik og aðrir mannlegir
kvillar er endurskilgreindir og meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins.
Ólíkt virknikenningum og átakakenningum fjalla táknræn samskipti (e. symbolic
interaction) ekki um samfélagið í heild sinni, heldur einblínir á huglægan skilning á
félagslegum samskiptum og mannlega hegðun í litlum hópum.
Gagnasöfnun fór fram vorið árið 2011 en viðtölin voru á framkvæmd á tímabilinu
febrúar-apríl 2011, viðtölin voru tekin upp og hvert viðtal var á bilinu 40-70 mínútur en
rannsóknin var gefin út í Júní árið 2012.
Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð við framkvæmd þessarar rannsóknar en
hún var dulbúin fyrir þeim sem var verið að rannsaka, það var lesið vel inn í merkingu
orða, hvaða skilning fólk leggur í eigin athafnir, aðstæður og reynslu. Þetta er eitthvað
sem er nánast ómögulegt að sjá með því að rýna í tölfræðinna það er að segja tölur og
myndrit. Rannsóknin studdi sig við hálfstöðluð viðtöl þar var nýtt fyrir fram útbúinn
spurningalista en það var einnig hvatt viðmælendur til þess að fjalla almennt um
umræðu efnið og það sem að sneri að þeim persónulega. Hálfstöðluð viðtöl eru góð leið
til að fá persónuleg svör og skilja hugmyndirnar sem þáttakandi býr yfir, oftast líkjast
þessi viðtöl almennu samtali. Í tiltekni rannsókn var tekið fjögur viðtöl en þar var spurt
þáttakendur spurninga með þeim tilgangi til að komast að viðhorf og skoðanir þeirra
gagnvart fjárhættu spilum.
Þáttakendur voru fjórir karlmenn allir á þrítugsaldri sem höfðu mikin áhuga á
viðfangsefninu, en þeim var gefin eftirfarandi lýsing og dulnefni;
“Hjarta: Er 26 ára karlmaður sem lifði á tímabili á því að spila póker en
hefur nú sest aftur á skólabekk. Hann spilar póker jafnt á netinu og í eigin
persónu. Hjarta er viðskiptafræðingur að mennt, er nú að klára
mastersnám í sama fagi.
Spaði: Er þrítugur karlmaður sem spilar póker að atvinnu í gegnum netið.
Hann er með stúdentspróf og vann sem iðnaðarmaður áður en hann
gerðist atvinnumaður. Hann er giftur og á tvö börn. Tígull: Er 25 ára
karlmaður, hann er ekki atvinnumaður í póker en spilar eins mikið og hann
getur meðfram því að halda fullri vinnu. Hann er með stúdentspróf auk
þess að vera menntaður í hljóðvinnslu og upptökustjórn.
Lauf: Er 27 ára karlmaður sem hefur spilað póker að atvinnu í að verða
fimm ár. Hann er með stúdentspróf auk þess sem að vera menntaður
vínfræðingur. Lauf hefur meðal annars rekið pókerklúbb á Íslandi. Lauf er
búinn að vera búsettur í New York undanfarið eitt og hálft ár en er nýlega
fluttur heim, hann spilar póker nánast eingöngu í eigin persónu.”
Niðurstöðurnar eru settar þannig upp að spurt er um 9 mismunandi spurningar og síðan
er dregið saman það helsta sem hver þáttakandi sagði og er það sett upp sem bein
tilvitnun.
Niðurstöðurnarnar sýndu fram áð þáttakendur telja að almennt álit á
fjárhættuspilum sé frekar neikvætt sem hafi endurspeglast í almennri umræðu og í
fjölmiðlum. Pókerspilarar eigi á hættu að verða spilafíklar, sérstaklega ef þeir spila á
internetinu. Niðurstöðurnar voru vel settar upp og allt kom skýrt fram.
Við teljum framkvæmdina góða og vel skipulagða, það var mjög sniðugt af rannsakenda
að taka viðtölin í kunnulegu umhverfi fyrir þáttakenda þar sem að það ætti að gefa sem
nákvæmustu og einlægustu svörin ásamt því höldum við að það var góð hugmynd aða
nýta hálfstöðluðu viðtölin við framkvæmd þar sem að það er hægt að lesa mikið í þau
sérstaklega þar sem rannsakandi átti þegar tengsli við þáttakendur.
Download